Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 27. febrúar 2024 18:53
Sverrir Örn Einarsson
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sigrinum fagnað í leikslok.
Sigrinum fagnað í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands var að vonum kátur er hann mæti í viðtal að afloknum leik Íslands og Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Sigur Íslands tryggði liðinu áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildar UEFA og betri möguleika fyrir vikið á sæti í lokakeppni EM að ári.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Við nýttum fleiri færi og skoruðum. Við sköpuðum okkur líka alveg önnur færi sem við hefðum getað skorað úr en heilt yfir fannst mér við sterkara liðið í þessum leik og áttum alveg sigurinn skilið," sagði Þorsteinn aðspurður um hvað hefði fyrst og fremst búið að baki þessum sigri.

Leikurinn byrjaði þó ekki glæsilega fyrir lið Íslands sem var lent 1-0 undir eftir aðeins um sex mínútna leik. Gestirnir frá Serbíu gerðu eftir það sitt ítrasta til þess að hægja á leiknum og nýttu hvert tækifæri sem gafst til að liggja í grasinu. Var það eitthvað sem kom Steina á óvart?

„Nei alls ekki, þær komast yfir fljótt og þá breytist aðeins planið hjá þeim. Þær fóru aftar og fóru að liggja í grasinu sem kom í sjálfu sér ekkert á óvart og er ekkert óeðlilegt þegar þú ert komin yfir og þarft bara að vinna. Þú gerir bara allt sem þú getur til að vinna fótboltaleiki og þær gerðu það.“

Ísland var 1-0 undir þegar gengið var til hálfleiks og var langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði leikinn með snotru marki. Var púlsinn hjá Steina farinn að hækka á þeim tímapunkti?

„Já, auðvitað er maður alltaf eitthvað stressaður og það bara fylgir þessu. Það er það sem heldur manni í þessu, þetta adrenalín og kikk í þessu. Það er ástæðan fyrir því að maður er í þjálfun þessi spenna og allt sem fylgir því að spila spennandi leiki. Þetta er það sem allir vilja vera í og er allt í lagi á meðan að maður fær ekki slag.“

Sagði Þorsteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan en þar ræðir hann meðal annars komandi undankeppni og þróun liðsins sem og aðstöðumál landsliðins.
Athugasemdir
banner