Marco Silva þjálfari Fulham svaraði spurningum eftir endurkomusigur gegn botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Fulham er í áttunda sæti eftir sigurinn, sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeildina á næstu leiktíð ef Crystal Palace tekst ekki að sigra úrslitaleik enska bikarsins.
„Við verðum að halda áfram á okkar striki og líta á hvern einasta leik sem úrslitaleik. Við þurfum að safna sem flestum stigum til að vera í sem bestri stöðu til að eiga möguleika á Evrópusæti. Þessi leikmannahópur hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu og ég er stoltur að strákarnir eru ennþá í baráttu í deildinni," sagði Silva eftir sigurinn.
„Það eru mörg lið í harðri baráttu víðsvegar um deildina og þetta voru gríðarlega mikilvæg stig fyrir okkur. Þetta var skyldusigur fyrir okkur í baráttunni um áttunda sætið.
„Þeir skoruðu eftir aukaspyrnu og pökkuðu svo í vörn. Það var erfitt að brjóta þá niður með níu eða tíu leikmenn í eigin vítateig en það tókst að lokum og við skópum dýrmætan sigur. Þeir vildu ekki mæta okkur ofarlega á vellinum svo við urðum að sýna þolinmæði til að finna leiðina í gegn. Við áttum fyllilega skilið að sigra þennan leik miðað við öll færin sem við sköpuðum."
Fulham er jafnt Brighton á stigum og með örlítið betri markatölu, þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Bournemouth er einnig með í baráttunni og getur hirt áttunda sætið af Fulham með sigri gegn Manchester United í dag. Ryan Sessegnon skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og var valinn sem maður leiksins í einkunnagjöf Sky.
„Ryan er öflugur leikmaður þegar kemur að því að gefa fyrirgjafir eða klára færi. Hann er alltaf með réttar tímasetningar í vítateignum og hann sýndi hversu gott þol hann hefur í dag. Hann var stöðugt að hlaupa upp og niður vænginn en hafði samt orkuna til að skora sigurmark í uppbótartíma. Hann hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu tímabilum en er með gott hugarfar og getur gert frábæra hluti."
Sessegnon er fjölhæfur leikmaður og spilar sem vinstri bakvörður að upplagi, en Silva hefur einnig notað hann á vinstri og hægri kanti á tímabilinu.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 22 | 15 | 5 | 2 | 40 | 14 | +26 | 50 |
| 2 | Man City | 22 | 13 | 4 | 5 | 45 | 21 | +24 | 43 |
| 3 | Aston Villa | 22 | 13 | 4 | 5 | 33 | 25 | +8 | 43 |
| 4 | Liverpool | 22 | 10 | 6 | 6 | 33 | 29 | +4 | 36 |
| 5 | Man Utd | 22 | 9 | 8 | 5 | 38 | 32 | +6 | 35 |
| 6 | Chelsea | 22 | 9 | 7 | 6 | 36 | 24 | +12 | 34 |
| 7 | Brentford | 22 | 10 | 3 | 9 | 35 | 30 | +5 | 33 |
| 8 | Newcastle | 22 | 9 | 6 | 7 | 32 | 27 | +5 | 33 |
| 9 | Sunderland | 22 | 8 | 9 | 5 | 23 | 23 | 0 | 33 |
| 10 | Everton | 22 | 9 | 5 | 8 | 24 | 25 | -1 | 32 |
| 11 | Fulham | 22 | 9 | 4 | 9 | 30 | 31 | -1 | 31 |
| 12 | Brighton | 22 | 7 | 9 | 6 | 32 | 29 | +3 | 30 |
| 13 | Crystal Palace | 22 | 7 | 7 | 8 | 23 | 25 | -2 | 28 |
| 14 | Tottenham | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 | 29 | +2 | 27 |
| 15 | Bournemouth | 22 | 6 | 9 | 7 | 35 | 41 | -6 | 27 |
| 16 | Leeds | 22 | 6 | 7 | 9 | 30 | 37 | -7 | 25 |
| 17 | Nott. Forest | 22 | 6 | 4 | 12 | 21 | 34 | -13 | 22 |
| 18 | West Ham | 22 | 4 | 5 | 13 | 24 | 44 | -20 | 17 |
| 19 | Burnley | 22 | 3 | 5 | 14 | 23 | 42 | -19 | 14 |
| 20 | Wolves | 22 | 1 | 5 | 16 | 15 | 41 | -26 | 8 |
Athugasemdir



