Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 27. maí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin sem Arnór og Hörður skoruðu í gær
Arnór var að klára sitt fyrsta tímabil með CSKA.
Arnór var að klára sitt fyrsta tímabil með CSKA.
Mynd: Getty Images
CSKA Moskva rúllaði yfir FK Krylya Sovetov Samara í rússnesku úrvalsdeildinni í gær, 6-0.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon léku allan leikinn og komust báðir á blað. Arnór átti einnig stoðsendingu, hann lagði upp markið fyrir Hörð.

Sigurinn þýðir að CSKA lýkur keppni í fjórða sæti og fær því þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í haust.

Arnór og Hörður voru að klára sitt fyrsta tímabil hjá CSKA og spiluðu þeir báðir nokkuð stórt hlutverk hjá liðinu á tímabilinu. Arnór er tvítugur og Hörður 26 ára.

Íslendingavaktin birti myndband af mörkum þeirra í gær. Hér að neðan eru þau.





Athugasemdir
banner
banner