Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 27. maí 2023 18:42
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Roma endar ekki meðal fjögurra efstu - Aðeins ein leið í Meistaradeildina
Roma þarf að vinna Evrópudeildina til að komast í Meistaradeildina
Roma þarf að vinna Evrópudeildina til að komast í Meistaradeildina
Mynd: EPA
Spezia tapaði mikilvægum leik
Spezia tapaði mikilvægum leik
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Jose Mourinho í Roma eru úr leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti í Seríu A en liðið tapaði fyrir Fiorentina, 2-1, í dag.

Ítalski faróinn, Stephan El Shaarawy kom Roma í 1-0 á 11. mínútu leiksins og náðu Rómverjar að halda forystunni fram að 85. mínútu en þá jafnaði serbneski framherjinn Luka Jovic metin.

Þremur mínútum síðar gerði Jonathan Ikone sigurmark Fiorentina og gerði þar með út um vonir Roma á að enda meðal fjögurra efstu.

Roma á enn möguleika á að komast í Meistaradeildina en til þess þarf liðið að vinna úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Sevilla á miðvikudag.

Spezia tapaði þá fyrir Torino, 4-0, en þessi leikur var mikilvægur í fallbaráttunni. Hellas Verona á nú möguleika á að komast upp úr fallsæti er liðið mætir Empoli á morgun.

Úrslit og markaskorarar:

Fiorentina 2 - 1 Roma
0-1 Stephan El Shaarawy ('11 )
1-1 Luka Jovic ('85 )
2-1 Jonathan Ikone ('88 )

Salernitana 3 - 2 Udinese
0-1 Marvin Zeegelaar ('25 )
0-2 Ilija Nestorovski ('30 )
1-2 Grigoris Kastanos ('43 )
2-2 Antonio Candreva ('57 )
3-2 William Ekong ('90 )
Rautt spjald: Marvin Zeegelaar, Udinese ('87)

Spezia 0 - 4 Torino
1-0 Przemyslaw Wisniewski ('24 , sjálfsmark)
1-1 Samuele Ricci ('72 )
1-2 Ivan Ilic ('76 )
1-3 Yann Karamoh ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner