Lokaumferðin fer fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Allir leikirnir fara fram klukkan 15:30 og er heldur betur spenna í fallbaráttunni.
Hægri skyttan úr ÍBV, Rúnar Kárason, var með sex rétta í síðustu umferð en nú er komið að lokaumferðinni.
Pétur Rúnar Birgisson, bakvörður Tindastóls í körfuboltanum,
spáir í lokaumferðinni, en hann vann Íslandsmeistaratitilinn á dögunum eftir magnað einvígi gegn Val.
Svona spáir hann leikjunum í lokaumferðinni en Everton og Leicester falla og Leeds mun bjarga sér með sigri.
Arsenal 3 - 0 Wolves (á morgun kl 15:30)
Mínir menn gáfu mér titilvonir í góða 7 mánuði áður en spilaborgin hrundi í apríl. Býst við að við klárum þetta á sigri og förum vongóðir inn í næsta tímabil.
Aston Villa 3 - 3 Brighton (á morgun kl 15:30)
Hlutlausir ættu að stilla á þennan. Brighton elska að sækja og vinna sér inn gott XG, Villa góðir á breikinu og niðurstaðan verður markaregn
Chelsea 1 - 3 Newcastle (á morgun kl 15:30)
Gæti svo sem verið smá þynnka í Newcastle eftir að tryggja sér champa league á næsta tímabili en Lampard elskar bara að tapa leikjum og tel ég að það verði engin breyting á því þarna.
Brentford 0 - 3 Man City (á morgun kl 15:30)
City ekkert eðlilega góðir og labba yfir þennan.
Crystal Palace 1 - 0 Nottingham Forest (á morgun kl 15:30)
Axel Kára verður væntanlega límdur við skjáinn og horfir á sinn mann Hodgson stýra skútunni í hinsta sinn (eða þangað til næsti stjóri verður rekinn) með iðnaðarsigri.
Everton 1 - 2 Bournemouth (á morgun kl 15:30)
Bournemouth setja 2 í fyrri og allt fer í panik á Goodison. Everton minnka munin seint og liggja á þeim undir restina en ná ekki inn jöfnunarmarki.
Leeds 2 - 1 Tottenham (á morgun kl 15:30)
Las einhverstaðar að ofurtölvan gefur Leeds 3% líkur á að halda sér uppi, stóri Sam þarf ekkert meira. Sigurmark á 96. Alvöru senur.
Leicester 1 - 3 West Ham (á morgun kl 15:30)
Leicester eiga eiginlega bara skilið að falla. West Ham komast yfir snemma og sigla þessu þæginlega
Manchester United 2 - 0 Fulham (á morgun kl 15:30)
Fulham sáttir með tímabilið og verða lítil fyrirstaða fyrir Casemiro og félaga.
Southampton 0 - 5 Liverpool (á morgun kl 15:30)
Southhampton falla með stæl og myndi ekki koma mér á óvart ef þeir myndu reyna að setja einhver ný met i þessum leik. Læt 0-5 duga.
Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Guðmundur Stephensen - 6 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Rúnar Kárason - 6 réttir
Katrín Jakobsdóttir - 6 réttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 6 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Höddi Magg - 6 réttir
Atli Hrafn - 5 réttir
Hjálmar Örn Jóhannsson - 5 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Kristján Atli - 5 réttir
Ásgeir Sigurgeirs - 4 réttir
Stefán Ingi Sigurðarson - 4 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Hallur Flosason - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Danijel Dejan Djuric - 3 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Albert Hafsteins (2) - 3 réttir
Jason Daði Svanþórsson - 3 réttir
Siggi Gunnars - 3 réttir
Birkir Már Sævarsson - 2 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Athugasemdir