Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 27. maí 2024 23:06
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Hamar á toppinn - Góð endurkoma Kríu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kría náði í gott stig
Kría náði í gott stig
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hamar er á toppnum í 4. deild karla eftir úrslit kvöldsins en liðið vann öruggan 5-1 sigur á Skallagrím í Hveragerði.

Torfi Már Markússon skoraði þrennu fyrir Hamar í leiknum en þeir Guido Rancez og Brynjar Óðinn Atlason komust einnig á blað fyrir heimamenn.

Hamar er með 10 stig eftir fjórar umferðir og mun að minnsta kosti eyða kvöldinu og megnið af deginum á morgun í toppsætinu.

KH lagði Tindastól að velli, 3-2. David Bjelobrk skoraði bæði mörk gestanna en þeir Ingólfur Sigurðsson, Magnús Óliver Axelsson og Bele Alomerovic gerðu mörk KH. Daníel Smári Guðmundsson fékk að líta rauða spjaldið í liði KH þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir.

KH er með 6 stig en Tindastóll 4 stig.

Króa náði þá í gott stig í 3-3 jafnteflinu gegn Árborg. Gestirnir voru 3-1 yfir þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en Kría koma til baka með mörkum frá Tómasi Helga Snorrasyni og Einari Þórðarsyni.

Bæði lið eru með 7 stig í 3. og 4. sæti deildarinnar.

KH 3 - 2 Tindastóll
0-1 David Bjelobrk ('5 )
1-1 Ingólfur Sigurðsson ('40 , Mark úr víti)
2-1 Magnús Ólíver Axelsson ('47 )
3-1 Bele Alomerovic ('66 )
3-2 David Bercedo ('67 )
Rautt spjald: Daníel Smári Guðmundsson , KH ('77)

Hamar 5 - 1 Skallagrímur
1-0 Torfi Már Markússon ('18 )
2-0 Guido Rancez ('29 )
2-1 Alejandro Serralvo Gomez ('45 )
3-1 Torfi Már Markússon ('51 )
4-1 Brynjar Óðinn Atlason ('64 )
5-1 Torfi Már Markússon ('90 )

Kría 3 - 3 Árborg
0-1 Sigurður Óli Guðjónsson ('12 )
1-1 Einar Þórðarson ('32 )
1-2 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('42 )
1-3 Aron Darri Auðunsson ('50 )
2-3 Tómas Helgi Snorrason ('83 )
3-3 Einar Þórðarson ('90 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner