Páll Kristjánsson var afar vonsvikinn eftir 1-3 tap sinna manna í kvöld og var harðorður í garð dómaratríósins í leiknum í kvöld.
"Fram að rauða spjaldinu var þetta leikur í járnum, tvö svipuð lið í stöðubaráttu svo kemur bara rautt spjald uppúr engu sem gjörsamlega slekkur í okkar mönnum og drepur leikinn. Þetta rauða spjald var gjörsamlega útúr korti en ef þetta var rétt þá er það bara rétt en fyrir mér var þetta bara klafs á milli manna og get ekki séð neitt sem gat réttlætt þessa ákvörðun og er virkilega óhress með dómarana sem að mínu mati skemmdi leikinn í dag."
KV lennti 2-0 undir í lok fyrri hálfleiks en annað mark Selfyssinga var kolólöglegt enda greinilega um hendi hafi verið að ræða inní vítateig KV manna en dómarinn missti af því.
Augljós hendi, skóflar boltanum, þegar við töluðum við hann í hálfleik þá samkvæmt því sem ég hef frá þriðja aðila að hann hafi svarað að þetta hafi ekki verið refsiverð hendi. ÉG er nú lærður lögfræðingur og refsiverði hendi er algjörlega ný túlkun á öllum lagaákvörðunum sem ég hef séð, þetta skemmdi leikinn, það sáu það allir sem voru á vellinum í dag að dómarinn skemmdi leikinn í fyrri hálfleik. Ég ætla taka svo djúpt til orða án þess að ráðast á hann og koma með einhverjar yfirlýsingar og fúkyrði og maður mundi fá miklu lengra bann en Suarez og ég gæti alveg gert það en ég ætla ekki að gera það en mér fannst hann skemma leikinn.
Við höfum upplifað ákveðið mótlæti og eins og skáldð sagði, mótlæti er til að sigrast á og við komum til baka og þið munuð sjá flott KV lið mæta uppá Skaga á fimmtudaginn.
Athugasemdir























