Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 27. júní 2021 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Andri Yeoman: Hugsunin var að koma þeim á óvart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rafn Yeoman var hetja Blika í kvöld þegar hann skoraði frábært sigurmark, stöngin inn þegar það voru þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma gegn HK í Kópavogsslagnum.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Breiðablik

„Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Yfirleitt fara leikirnir við HK í annan brag en aðrir leikir þó að maður reyni að gleyma því að þetta sé einhver grannaslagur og barátta um eitthvað sveitarfélag þá verður stemmningin allt öðruvísi. Þeir eru auðvitað með hörkulið og vel skipulagðir, og mjög erfitt að spila á móti þeim. Bara gríðarlega erfiður leikur og ég er himinlifandi að fá þessi þrjú stig," sagði Andri Rafn í viðtali eftir leik.

Andri skorar frábært sigurmark í leiknum þegar lítið var eftir, hugsaði hann alltaf um að skjóta á markið í þessu færi?

„Já eiginlega, ég veit að ég er staðsettur þarna einhversstaðar í teignum og næ ágætis fyrstu snertingu, legg hann fyrir mig og bara læt vaða. Það spilaði líka inn í að það er langt síðan maður spilaði heilan leik og ég var orðinn örlítið þreyttur, hugsunin var að reyna gera einhvað hratt og koma þeim aðeins á óvart og það gekk í þetta skipti."

Hlýtur að hafa verið sterkt að ná þessum öfluga endurkomusigri eftir vonbrigðin gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum?

„Já vissulega, það var erfiður leikur kannski að vissu leyti ekkert ósvipaður þessum leik, við vorum einhvern veginn í ströggli að komast í almennilegan takt og vorum þarna einu marki undir, lítið eftir og þá var þetta bara hrikalega sterkt og við þurfum að kafa ansi djúpt að leita að orku og hugmyndum og brjóta þetta upp, það gekk að lokum og ég er gríðarlega sáttur með liðið í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner