Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 27. júní 2021 18:52
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Það er mikið að gerast í hausnum á honum og það sást
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ósáttur við að fá ekki víti snemma leiks þegar liðið heimsótti FH í dag. Hallgrímur Mar Steingrímsson féll í teignum eftir um þrettán mínútna leik en Pétur Guðmundsson dæmdi ekkert.

KA lenti undir í leiknum og missti svo mann af velli með rautt spjald en sýndi karakter með því að jafna og úrslitin urðu 1-1.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 KA

Arnari fannst bersýnilega að það væri meiri barátta og vilji í FH liðinu en áður.

„Þegar þeir komust yfir fannst mér þeir stíga upp, henda sér í allt og það kom veruleg ástríða. Við bjuggumst líka við það. Þegar það kemur nýr þjálfari þá byrjar þú upp á nýtt. Það voru allir að djöflast og vinna, það hefur ekki verið þannig í öllum leikjum hjá FH. Liðið er mjög vel mannað," segir Arnar.

FH-ingar vildu fá annað gula spjaldið á Brynjar Inga Bjarnason og þar með rautt þegar hann fékk á sig vítaspyrnuna í fyrri hálfleik en Arnar telur að það hefði verið mjög harður dómur.

Brynjar hefur fengið mikið lof en var ólíkur sjálfum sér í leiknum í dag.

„Brynjar er ungur leikmaður sem hefur verið frábær fyrir okkur. Það er mikið að gerast í hausnum á honum við það að yfirgefa okkur. Þú gast alveg séð á hans leik í dag að hann var ekki vel skrúfaður á og ólíkur sjálfum sér. Við getum tekið mörg móment í leiknum þar sem hann á að gera betur, hann tapaði boltanum þegar við fengum á okkur rauða spjaldið. Ég hef oft séð hann meira 'on' eins og maður segir," segir Arnar.

Brynjar fékk gult spjald mjög snemma og það breytir leiknum fyrir miðvörð að sögn Arnars.

Brynjar hefur verið frábær á mótinu og lék virkilega vel í landsleikjunum nýlega. Það er tímaspursmál hvenær hann yfirgefur KA en það er mikill áhugi á honum erlendis. Hvað á hann marga leiki eftir fyrir KA?

„Það er góð spurning, ég veit það ekki. Ég óska honum bara alls hins besta og vona að það gangi eftir að hann fari út því hann á það skilið. Þegar svona er í gangi fer allt á flug og það er erfitt að einbeita sér. Ég held að það hafi verið málið í dag. Án þess að ég viti það þá held ég að það sé mjög stuttu í eitthvað."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner