Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. september 2019 22:16
Fótbolti.net
Lið ársins og bestu leikmenn í Inkasso-deild kvenna 2019
Best í Inkasso-deild kvenna 2019 - Murielle Tiernan
Best í Inkasso-deild kvenna 2019 - Murielle Tiernan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efnilegust í Inkasso-deild kvenna 2019 - Linda Líf Boama
Efnilegust í Inkasso-deild kvenna 2019 - Linda Líf Boama
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besti þjálfari í Inkasso-deild kvenna 2019 - Nik Chamberlain
Besti þjálfari í Inkasso-deild kvenna 2019 - Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Sif og Sæunn eru báðar í liði ársins
Margrét Sif og Sæunn eru báðar í liði ársins
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í kvöld var lið ársins í Inkasso-deild kvenna opinberað á Hótel Borg. Fótbolti.net fylgdist með Inkasso-deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.



Úrvalslið ársins 2019:
Chante Sherese Sandiford - Haukar

Olivia Bergau – Þróttur
Maggý Lárentsínusdóttir – FH
Janet Egyr – Afturelding
Hafrún Rakel Halldórsdóttir – Afturelding

Selma Dögg Björgvinsdóttir – FH
Margrét Sif Magnúsdóttir - FH
Sæunn Björnsdóttir – Haukar

Linda Líf Boama – Þróttur
Murielle Tiernan – Tindastóll
Lauren Wade - Þróttur



Varamannabekkur:
Friðrika Arnardóttir - Þróttur
Bryndís Rut Haraldsdóttir – Tindastóll
Jelena Tinna Kujundzic – Þróttur
Jacqueline Altschuld – Tindastóll
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir – Þróttur
Birta Georgsdóttir – FH
Valgerður Ósk Valsdóttir - FH

Aðrar sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Veronica Blair Smeltzer (Grindavík), Lauren Amie Allen (Tindastóll)
Varnarmenn: Íris Ósk Valmundsdóttir (Fjölnir), Linda Eshun (ÍR), Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir (FH), Gabriela Jónsdóttir (Þróttur), Sigrún Gunndís Harðardóttir (Afturelding), Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH), Kristjana Sigurz (Augnablik), Erla Sól Vigfúsdóttir (Haukar), Dagrún Birta Karlsdóttir (Haukar), Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur), Ragna Björg Einarsdóttir (Augnablik), Laufey Harpa Halldórsdóttir (Tindastóll), Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Haukar).
Miðjumenn: Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur), Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar), Vigdís Edda Friðriksdóttir (Tindastóll), Bryndís Rún Þórólfsdóttir (ÍA), Vienna Behnke (Haukar), Sandra Sif Magnúsdóttir (Augnablik), Sierra Lelii (Haukar), Eva Núra Abrahamsdóttir (FH), Shannon Simon (Grindavík).
Sóknarmenn: Sara Montoro (Fjölnir), Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)



Þjálfari ársins: Nik Chamberlain - Þróttur
Nik er á sínu þriðja ári með Þrótt og stýrði þeim til sigurs í Inkasso-deildinni. Nik setti saman spennandi lið sem spilaði glimrandi sóknarbolta í sumar. Þróttur vann deildina með 45 stig og 6 stiga forskot á næsta lið. Þróttarar skoruðu langflest mörk í deildinni eða 76 og fengu á sig langfæst, eða aðeins 13.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Jón Stefán Jónsson og Guðni Þór Einarsson (Tindastóll), Jakob Leó Bjarnason (Haukar).

Leikmaður ársins: Murielle Tiernan - Tindastóll
Murielle spilaði með Tindastól í 2. deildinni síðasta sumar. Þar varð hún markahæst og var valin besti leikmaður deildarinnar eftir tímabilið. Hún sló ekki slöku við í sumar og sýndi jafn mikla yfirburði í sterkari deild. Murielle varð markahæst í Inkasso- deildinni með 24 mörk og átti risa þátt í því að nýliðar Tindastóls voru í baráttu um að komast upp um deild allt fram á lokamínútur mótsins.
Aðrar sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Lauren Wade (Þróttur), Linda Líf Boama (Þróttur), Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur), Margrét Sif Magnúsdóttir (FH).

Efnilegust: Linda Líf Boama - Þróttur
Linda Líf skipti yfir í Þrótt síðastliðið haust en hún hafði ekki fengið mikið af tækifærum hjá HK/Víkingum. Það lifnaði aldeilis yfir þessum efnilega leikmanni sem hefur ekki getað hætt að skora síðan hún fór í Þróttarbúninginn. Hún skoraði 22 mörk í sumar og lagði upp heilan helling. Í kjölfar á góðri frammistöðu var Linda Líf valin í U19 ára landsliðið og lék sína fyrstu landsleiki.
Aðrar sem fengu atkvæði sem efnilegust: Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur), Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Afturelding), Sara Montoro (Fjölnir), Erla Sól Vigfúsdóttir (Haukar), Birta Georgsdóttir (FH).


Ýmsir molar:
- Alls voru 44 leikmenn tilnefndar í lið ársins

- Þrír Þróttarar fengu atkvæði sem besti leikmaður deildarinnar

- Murielle Tiernan og Linda Líf Boama fengu fullt hús atkvæða í lið ársins

- Linda Líf Boama fékk bæði atkvæði sem besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar

- Janet Egyr var líka í liði ársins í fyrra

- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði að þessu sinni

- Það eru fimm erlendir leikmenn í liði ársins og ein á bekknum

- Murielle Tiernan var best, markahæst og fékk fullt hús atkvæða í fyrra líka
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner