Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 27. september 2019 13:00
Fótbolti.net
Rúnar: Var ekkert að grínast þegar ég sagði þetta um Beiti
Fundu fljótt að hugur Hannesar leitaði í Val
Beitir var öflugur í marki KR í sumar.
Beitir var öflugur í marki KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, greindi frá því í Miðjunni í gær að félagið hefði rætt við Hannes Þór Halldórsson áður en hann gekk til liðs við Val í apríl. Hannes spilaði með KR 2011 til 2013 og varð tvívegis Íslandsmeistari með liðinu.

„Það var rætt við Hannes síðastliðið haust og eitthvað fram yfir áramót. Það kom töluvert snemma í ljós í viðræðunum að hugur hans leitaði til Vals. Maður fann það. Þess vegna hættum við að vinna í því," sagði Rúnar í Miðjunni.

Beitir Ólafsson hefur varið mark KR undanfarin ár og hann var valinn í lið ársins í Pepsi Max-deildinni í sumar eftir frammistöðu sína í sumar.

Fyrir mótið í sumar sagði Rúnar í Pepsi Max-mörkunum: „Ég er sannfærður um að Beitir sé besti markvörður á Íslandi í dag."

Ummælin vöktu athygli enda var landsliðsmarkvörðurinn Hannes nýkominn í Val á þessum tíma.

„Þegar ég sagði þetta var ég ekkert að grínast með það. Mér fannst hann besti leikmaðurinn sem við gátum haft í markinu og á þeim tímapunkti var hann bestur á Íslandi. Þarna var Hannes bara búinn að spila með einn leik en með fullri virðingu fyrir Hannesi, sem er líka okkar besti markvörður, þá fannst mér Beitir henta jafn vel og hann" sagði Rúnar í Miðjunni.

„Beitir er frábær markvörður. Maður áttaði sig á því síðastliðið haust að hann er kannski sá sem hentar okkur best. Það getur stundum verið gott að hafa markvörð sem er góður í fótbolta og getur spilað út frá marki. Við í KR vildum frekar hafa einn stóran sem er sterkur inn í teig og tekur mikið af fyrirgjöfum. Hann er stór, fljótur og mjög góður í að verja skot utan af velli. Mér fannst hann henta okkur ofboðslega vel. Hann er frábær karakter og geggjaður inni í klefanum. Það er dýrmætt líka."

Hægt er að hlusta á nánara spjall við Rúnar í Miðjunni.
Miðjan - Rúnar Kristins í meistaraspjalli
Athugasemdir
banner
banner
banner