Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   sun 27. september 2020 21:56
Kristófer Jónsson
Heimir Guðjóns: Spiluðum ekki vel í dag
Heimir var ekki sáttur með spilamennsku sinna manna.
Heimir var ekki sáttur með spilamennsku sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekkert svo ánægður með spilamennsku sinna manna í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Valur jafnaði leikinn á 90.mínútu.

„Ég er ánægður með stigið en mér fannst Breiðablik betri í þessum leik á löngum köflum. Þeir eru með góðar færslur og við spiluðum ekki nógu vel í dag." sagði Heimir eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

Valur hafði fyrir leikinn í kvöld unnið tíu síðustu deildarleiki sína og stefna hratt að Íslandsmeistaratitlinum. Úrslitin í kvöld voru hins vegar örlítil hraðahindrun.

„Blikarnir stoppuðu okkur og í þessum leik þarf maður að hugsa um sjálfan sig. Við þurfum að æfa vel í vikunni og vera klárir næsta sunnudag."

Valgeir Lunddal fékk að lýta tvö gul spjöld með stuttu millibili og þar með rautt. Valgeir hefur spilað vel á tímabilinu og hefur verið orðaður við brottför í atvinnumennsku.

„Ég var að undirbúa skiptingu og sá þetta ekki nógu vel. Valgeir klárar 100% tímabilið með okkur." sagði Heimir aðspurður útí rauða spjaldið og framhaldið hjá Valgeiri.

Nánar er rætt við Heimi í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner