Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 16:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorlákur Árnason tekur við Þór (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Thorsport/Palli Jó
Þorlákur Árnason er tekinn við sem þjálfari Þórs og mun þjálfa meistaraflokk karla næstu þrjú árin.

Ásamt því að þjálfa meistaraflokk mun Láki koma að stefnumótun og starfsmótun hjá knattspyrnudeildinni.

Láki hefur að undanförnu starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong en lét af störfum þar í sumar.

Orri Freyr Hjaltalín var þjálfari Þórs í sumar en var látinn fara þegar skammt var eftir af mótinu. Honum til aðstoðar voru þeir Sveinn Elías Jónsson og Jón Stefán Jónsson.

Þorlákur þjálfaði áður yngri landslið Íslands en hann hefur einnig stýrt meistaraflokki karla hjá Val og Fylki sem og meistaraflokki kvenna hjá Stjörnunni á þjálfaraferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner