Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Grétar Áki og Halldór Ingvar skrifa undir hjá KF
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fjallabyggð var að semja við tvo lykilmenn sem verða samningsbundnir félaginu næstu tvö árin, eða út keppnistímabilið 2022.

Þeir eru Grétar Áki Bergsson og Halldór Ingvar Guðmundsson sem eiga samtals rétt tæpa 500 leiki að baki fyrir félagið. Báðir hafa þeir verið lykilmenn í sumar er KF siglir lygnan sjó um miðja 2. deild.

Grétar Áki, fæddur 1996, hefur alla tíð leikið fyrir KF. Hann á 127 keppnisleiki að baki fyrir félagið og rúmlega 50 leiki í deildabikar.

Halldór Ingvar, fæddur 1992, hefur verið aðalmarkvörður KF frá því að félagið var stofnað 2011. Hann spilaði með KS/Leiftri fyrir stofnun KF og á í heildina yfir 300 leiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner