banner
   þri 27. október 2020 17:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull á neyðarláni til Exeter (Staðfest) - Beint í hópinn í kvöld
Af U19 landsliðsæfingu síðasta haust.
Af U19 landsliðsæfingu síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Exeter hefur fengið markvörðinn Jökul Andrésson að láni frá Reading. Það staðfesti félagið fyrr í dag. Exeter leikur í fjórðu efstu deild, League Two (D-deild).

Jökull er nítján ára gamall og hefur verið á mála hjá Reading síðan 2017 en hann kom frá Aftureldingu.

Félagaskiptaglugginn er lokaður á Englandi en þar sem staðan á markvarðarmálum er slæm hjá Exeter fékk félagið undanþágu og er Jökull kominn með leikheimild. Lánið er til sjö daga, til að byrja með í það minnsta.

Félagið tilkynnti að Jökull kæmi beint inn í hópinn hjá liðinu sem mætir Leyton Orient á útivelli í kvöld. Exeter er með fimmtán stig í fimmta sæti eftir átta umferðir og Leyton Orient er með ellefu stig í 14. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner