Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Maradona: Mig dreymir um að skora aftur gegn Englandi
Maradona skoraði eitt af frægustu mörkum knattspyrnusögunnar á Estadio Azteca í Mexíkóborg.
Maradona skoraði eitt af frægustu mörkum knattspyrnusögunnar á Estadio Azteca í Mexíkóborg.
Mynd: Getty Images
Argentínska goðsögnin Diego Maradona gaf France Football leyfi til að spyrja sig nokkurra spurninga.

Maradona heldur uppá sextugsafmælið á föstudaginn og var spurður hvað hann vildi helst fá í afmælisgjöf.

„Mig dreymir um að skora annað mark gegn Englandi, nema í þetta skiptið með hægri hendinni," svaraði Maradona og sprakk úr hlátri, enda þekkir hann ríginn sem ríkir á milli Frakka og Englendinga.

Maradona gerði frægt mark gegn Englandi í 8-liða úrslitum HM 1986 þar sem hann skoraði með vinstri hendi. Ekkert VAR til, markið fékk að standa og England var slegið út.

Maradona var einnig spurður út í hvaða leikmenn hann heldur mest uppá í knattspyrnuheiminum og kemur svarið hans fáum á óvart.

„Messi og Cristiano Ronaldo. Í mínum augum eru þessir tveir leikmenn gæðaflokki ofar en allir aðrir. Ég sé engan sem kemst nálægt þeim."
Athugasemdir
banner
banner