Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. nóvember 2019 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ókei gott þú ert ánægð, var svo stressuð að þú yrðir eitthvað pirruð"
Guðbjörg Gunnarsdóttir þegar hún sagði Ingibjörgu frá óléttunni
Mynd af Guðbjörgu og Ingibjörgu saman.
Mynd af Guðbjörgu og Ingibjörgu saman.
Mynd: Ingibjörg Sigurðardóttir
Guðbjörg ver skot og Ingibjörg er tilbúin ef það kemur frákast.
Guðbjörg ver skot og Ingibjörg er tilbúin ef það kemur frákast.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir sagði í gær frá ferli sínum í viðtali við Fótbolta.net.

Sjá einnig: Ingibjörg: Hef lært ótrúlega mikið í erfiðustu deild í heimi

Ingibjörg gekk í raðir Djurgarden síðla árs 2017. Þá var markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir hjá félaginu en hún kom fyrst til sænska félagsins árið 2009 og var til ársins 2012. Eftir fjögurra ára fjarveru gekk Guðbjörg aftur í raðir félagsins árið 2016.

Ingibjörg var spurð hvort hún hefði rætt við Guðbjörgu eða Hallberu Guðnýju Gísladóttur, sem lék með félaginu árið 2017, um félagið áður en hún gekk í raðir þess. Ingibjörg svaraði því játandi.

„Já ég talaði við Hallberu og Guðbjörgu og einnig við þjálfarann. Þjálfarinn hafði mikla trú á mér og vildi hjálpa mér að ná þeim markmiðum sem ég hafði sett mér persónulega. Mér leyst vel á hans hugmyndafræði um fótbolta og þá leikmenn sem voru að koma til liðs við félagið á sama tíma og ég," sagði Ingibjörg.

Hún var spurð út í hvort hún lumaði á einhverri sögu af sér og Guðbjörgu.

„Það eru endalaus gullkorn til af henni Guðbjörgu."

„Það sem stendur upp úr þar er þegar hún hringdi í mig og tilkynnti mér að hún væri ólétt. Ég hef aldrei heyrt hana svona stressaða og um leið og hún heyrði hvað ég var ánægð fyrir hennar hönd að hún væri ólétt þá sagði hún: 'Ókei gott þú ert ánægð, var svo stressuð að þú yrðir eitthvað pirruð'.”


Í júli var greint frá því að Guðbjörg gengi með tvíbura.

„Guðbjörg er svo einstakur karakter og ég get ekki lýst því hvað hún hefur hjálpað mér mikið á þessum árum bæði innan og utan vallar," sagði Ingibjörg um Guðbjörgu.

Sjá einnig:
Ingibjörg: Hef lært ótrúlega mikið í erfiðustu deild í heimi
Athugasemdir
banner
banner
banner