Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. nóvember 2020 11:13
Elvar Geir Magnússon
Rekinn eftir að hann tók mynd af sér með líki Maradona
Mynd: Mynd hefur verið breytt
Starfsmaður útfararstofu í Argentínu hefur verið rekinn eftir að hann birti mynd af sér við lík Diego Maradona.

Maðurinn hafði fengið það verkefni að undirbúa lík Maradona fyrir jarðarförina. Eigandi útfararstofunnar hefur staðfest að hann sé nú orðinn atvinnulaus.

Myndbirtingin hefur kallað fram mikla reiði og menn meðal annars talað um að maðurinn ætti að vera sviptur argentínskum ríkisborgararétti.

Maradona lést í svefni á miðvikudag eftir að hann fékk hjartaáfall. Hinstu orð Maradona voru: „Mér líður illa" áður en hann lagðist til svefns en frændi hans heyrði lokaorðin.

Sjá einnig:
Myndir: Maradona lagður til hinstu hvílu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner