Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 28. janúar 2023 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
Enginn með öðruvísi húðlit mun spila fyrir Búlgaríu
Mynd: Getty Images

Georgi Ivanov, yfirmaður hjá búlgarska knattspyrnusambandinu, segir að leikmenn með erlend vegabréf eða sem eru ekki með hvítan húðilt muni ekki spila fyrir landslið Búlgaríu meðan hann sé við völd.


Frá þessu er greint í búlgörskum fjölmiðlum en UEFA og FIFA hafa refsað búlgarska knattspyrnusambandinu ótal sinnum vegna mála tengda kynþáttafordómum.

„Einungis Búlgarar ættu að spila fyrir búlgarska landsliðið. Meðan ég er við stjórn hér munu erlendir leikmenn, með erlend vegabréf, með öðruvísi húðlit, ekki spila fyrir Búlgaríu," sagði Ivanov, sem segist ekki vilja að fótboltamenn frá öðrum löndum geti komið til Búlgaríu, öðlast ríkisborgararétt og spilað svo fyrir landsliðið.

Þessi ummæli vekja athygli í ljósi þess að landsliðsþjálfari Búlgaríu er Serbi og að þegar búlgarska landsliðinu gekk sem best voru leikmenn frá öðrum löndum í mikilvægum hlutverkum.

Í fortíðinni hafa leikmenn sem eru fæddir í Serbíu, Brasilíu, Króatíu og fleiri löndum leikið landsleiki fyrir Búlgaríu.


Athugasemdir
banner
banner
banner