Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 28. janúar 2023 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
Rekinn frá Aberdeen eftir þriðju niðurlæginguna í röð

Aberdeen er búið að reka knattspyrnustjórann sinn Jim Goodwin eftir þriðju niðurlæginguna í röð eftir að liðið tapaði 6-0 gegn Hibernians í skosku deildinni í dag.


Goodwin var rekinn beint eftir leikinn en þetta var fjórði tapleikur Aberdeen af fjórum í janúar. Fyrsta tapið kom gegn Rangers og ekkert óeðlilegt þar en næst tapaði Aberdeen 5-0 á útivelli gegn Hearts í skosku deildinni.

Þar á eftir var félagið slegið úr leik í skoska bikarnum af utandeildarliði Darvel og svo kom tapleikurinn gegn Hibs í dag. 

Gengi Aberdeen fyrir áramót var ekkert til að hrópa húrra fyrir en liðið er aðeins í sjöunda sæti skosku deildarinnar með 29 stig eftir 23 umferðir.


Athugasemdir
banner