Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 28. febrúar 2021 16:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Íslendingalið með góðan útisigur
Augsburg hafði betur gegn Mainz.
Augsburg hafði betur gegn Mainz.
Mynd: Getty Images
Íslendingalið Augsburg vann útisigur á Mainz í þýsku úrvalsdeildinni þennan sunnudaginn.

Alfreð Finnbogason var því miður ekki með Augsburg vegna meiðsla. Alfreð hefur ekki leikið síðan hann kom inn á gegn Union Berlin fyrir rúmum mánuði síðan en það er vonandi að hann verði byrjaður að spila aftur fyrir landsleikina sem eru í næsta mánuði.

Andre Hahn kom Augsburg yfir á 25. mínútu í leiknum í dag og það reyndist sigurmarkið.

Augsburg er eftir sigurinn í dag í 13. sæti með 26 stig. Mainz er í 17. sæti, sem er fallsæti, með 17 stig.

Union Berlín og Hoffenheim skildu jöfn fyrr í dag, 1-1. Union er í sjöunda sæti og Hoffenheim í 11. sæti.

Union Berlin 1 - 1 Hoffenheim
1-0 Max Kruse ('9 , víti)
1-1 Nico Schlotterbeck ('29 , sjálfsmark)

Mainz 0 - 1 Augsburg
0-1 Andre Hahn ('25 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner