Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 28. mars 2021 17:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Hörður Ingi: Sumir vilja spila þetta dirty en aðrir ekki
Icelandair
Í viðtali hjá RÚV í síðustu viku.
Í viðtali hjá RÚV í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er mikið svekkelsi að hafa ekki náð neinu út úr þessum leik. Við virkuðum svolítið sofandi fyrstu mínúturnar og fáum á okkur tvö mörk sem gerðu svolítið út um leikinn. Við klárlega fengum klárlega augnablik með okkur, fengum vítaspyrnu en því miður fór hún ekki inn. Þetta datt ekki með okkur í dag."

Sagði Hörður Ingi Gunnarsson eftir leikinn gegn Danmörku í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Hörður spilaði í vinstri bakverði í fyrsta leik gegn Rússum en í hægri bakverðinum í dag. Er mismunandi hvernig hann undirbýr sig fyrir leiki?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Ég hef gert þetta í svolítið langan tíma að skipta á milli. Ég er orðinn vanur þessu og finn ekki mikinn mun á að spila hægra megin eða spila vinstra megin."

„Mér fannst ég solid í leiknum. Við vorum agaðir og lokuðum svæðunum vel. Við mættum sterku landsliði og mér fannst þeir ekki skapa sér mikið af færum. Mér finnst lokatölurnar ekki gefa rétta mynd af leiknum."


Átti Hörður að fá á sig vítaspyrnu? Einn Daninn var fljótur niður í íslenska teignum eftir að Hörður kom nálægt honum .

„Nei, langt í frá. Ég rétt svo strýk á honum bakið og hann henti sér í jörðina. Sumir vilja spila þetta dirty en aðrir ekki."

Hver er uppáhaldsstaða Harðar?

„Bara þar sem þjálfarinn segir mér að spila."

Erum við að vona núna að Rússarnir klári Frakka svo það sé einhver von fyrir síðasta leikinn?

„Auðvitað er maður alltaf að vona, ég held að menn séu gíraðir að enda þetta með stæl og taka þrjú stig úr þeim leik. Þetta gæti verið síðasti leikur okkar saman og maður vill enda þetta vel," sagði Hörður.
Athugasemdir