Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 28. mars 2021 17:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Hörður Ingi: Sumir vilja spila þetta dirty en aðrir ekki
Icelandair
Í viðtali hjá RÚV í síðustu viku.
Í viðtali hjá RÚV í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er mikið svekkelsi að hafa ekki náð neinu út úr þessum leik. Við virkuðum svolítið sofandi fyrstu mínúturnar og fáum á okkur tvö mörk sem gerðu svolítið út um leikinn. Við klárlega fengum klárlega augnablik með okkur, fengum vítaspyrnu en því miður fór hún ekki inn. Þetta datt ekki með okkur í dag."

Sagði Hörður Ingi Gunnarsson eftir leikinn gegn Danmörku í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Hörður spilaði í vinstri bakverði í fyrsta leik gegn Rússum en í hægri bakverðinum í dag. Er mismunandi hvernig hann undirbýr sig fyrir leiki?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Ég hef gert þetta í svolítið langan tíma að skipta á milli. Ég er orðinn vanur þessu og finn ekki mikinn mun á að spila hægra megin eða spila vinstra megin."

„Mér fannst ég solid í leiknum. Við vorum agaðir og lokuðum svæðunum vel. Við mættum sterku landsliði og mér fannst þeir ekki skapa sér mikið af færum. Mér finnst lokatölurnar ekki gefa rétta mynd af leiknum."


Átti Hörður að fá á sig vítaspyrnu? Einn Daninn var fljótur niður í íslenska teignum eftir að Hörður kom nálægt honum .

„Nei, langt í frá. Ég rétt svo strýk á honum bakið og hann henti sér í jörðina. Sumir vilja spila þetta dirty en aðrir ekki."

Hver er uppáhaldsstaða Harðar?

„Bara þar sem þjálfarinn segir mér að spila."

Erum við að vona núna að Rússarnir klári Frakka svo það sé einhver von fyrir síðasta leikinn?

„Auðvitað er maður alltaf að vona, ég held að menn séu gíraðir að enda þetta með stæl og taka þrjú stig úr þeim leik. Þetta gæti verið síðasti leikur okkar saman og maður vill enda þetta vel," sagði Hörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner