Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. apríl 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Segja litlar líkur á að menn smitist í fótboltaleikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska ríkissjónvarpið greinir í dag frá niðurstöðum úr rannsókn sem háskóli í Árósum gerði á dögunum. Þar var skoðuð smithætta vegna kórónaveirunnar í fótboltaleikjum ef reiknað væri með að einn af leikmönnum leiksins væri með veiruna.

Samkvæmt rannsókninni eru litlar líkur á að leikmenn smitist af kórónaveirunni í fótboltaleik utandyra.

Að meðaltali er leikmaður í návígi við sama leikmanninn í eina og hálfa mínútu í fótboltaleik samkvæmt rannsókninni en þar voru skoðuð gögn úr dönsku úrvalsdeildinni.

„Alþjóða heilbrigðisstofnunin reiknar með að þú sért í innan við tvo metra frá smituðum einstaklingi í meira en 15 mínútur áður en það er talað um alvöru snertingu," sagði Allan Randrup Thomsen hjá háskóla í Kaupmannahöfn um rannsóknina.

„Tíminn sem þessi rannsókn sýnir fram á er ekki alvarlegur og sérstaklega ekki þegar fótboltaleikir eru spilaðir utandyra."

Í fréttinni er þess einnig getið að fótboltinn í Danmörku ætti að geta farið af stað á ný á næstunni en leikmenn eigi að forðast búningsklefa og mæta þess í stað klæddir í leiki og æfingar og fara heim í sturtu að þeim loknum.

Danir vonast til að keppni í úrvaldeilidinni þar í landi geti hafist á ný 24. maí eða 31. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner