Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 28. maí 2015 21:48
Gunnar Birgisson
Jörundur Áki: Þurfum að skoða hvort þær verði áfram eða fari heim
Jöri hefði viljað fá stig í kvöld.
Jöri hefði viljað fá stig í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Jörundur Áki Sveinsson þjálfari Fylkis var svekktur með að hafa ekki farið með allavega eitt stig í burtu af Vodafone-vellinum þegar lið hans Fylkir tapaði fyrir Val 3-1 í Pepsi deild kvenna.

„Það er alltaf svekkjandi að tapa fótboltaleik, miðað við hvernig við byrjuðum leikinn er ég óánægður að fara ekki með eitt stig héðan í það minnsta," sagði Jörundur í samtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Fylkir

„Lendum í því að fá á okkur mark í lok fyrri hálfleiks, förum vel yfir stöðuna í hálfleik og komum út í seinni og skorum gott mark. Þá var leikurinn í góðu jafnvægi og við komnar með örlitla yfirhönd en fáum svo á okkur mark skömmu síðar og svo þriðja og það gerir út um leikinn."

Fylkir sóttu þrjá útlendinga stuttu fyrir mót byrjuðu þær allar á bekknum í kvöld.
„Ég er ekki alveg nógu ánægður með þær, en mér fannst nú vera lífsmark með einni þeirra í dag."

„Þetta er talsvert happdrætti, við þurfum aðeins að skoða hvort þær verði hjá okkur áfram eða fari heim. Kannski erfitt að dæma þær í dag þar sem þær koma allar inná. Við lítum svo á að þær séu hingað komnar til að styrkja hópinn en þær verða að gera betur," sagði Jörundur.
Athugasemdir
banner