Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 28. maí 2020 16:18
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Sportið í dag 
Jói Kalli: Tilboð FH of gott til að hafna því
Hörður Ingi Gunnarsson
Hörður Ingi Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær tilkynntu FH-ingar að þeir hefðu fengið bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson aftur til félagsins.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að FH hafi komið með tilboð sem ekki hafi verið hægt að hafna.

Sjá einnig:
Hörður Ingi: Kaplakriki á góðum fótboltadegi er besti staðurinn

„Við erum með okkar áætlun og Hörður var hluti af okkar liði. Maður er vonsvikinn að hann vilji fara. En þetta var best fyrir okkur. Við gerðum þetta á okkar forsendum. Við ákváðum að láta hann fara," sagði Jóhannes Karl við Sportið í dag á Stöð 2 Sport.

„Á sama tíma fengum við fáránlega gott tilboð fyrir bakvörð á Íslandi. Við töldum að þetta væri gott fyrir félagið. Hörður vildi fara aftur heim í FH. Samt sem áður vildu FH-ingar ekki sjá hann fyrir svona tveimur árum og höfðu engan áhuga á honum. En núna vildu þeir fá hann og hann fara til FH."

Hörður Ingi er uppalinn hjá FH en lék fyrir HK áður en hann hélt til Skagamanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner