Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 28. ágúst 2018 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Emil bjartsýnn á að ná leikjunum gegn Sviss og Belgíu
Icelandair
Emil Hallfreðsson í leik með íslenska landsliðinu á HM
Emil Hallfreðsson í leik með íslenska landsliðinu á HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er bjartsýnn á að geta spilað landsleikina gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni en hann greindi frá þessu í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Emil meiddist aftan í læri í markalausu jafntefli gegn Bologna um helgina og var óvíst um þátttöku hans með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni.

Hann fór í læknisskoðun í dag og er nú útlit bjartara en flestir gerðu sér grein fyrir.

„Ég er nokkuð brattur á þetta. Þetta var aftan í læri og smá áreynsla. Þetta er stífleiki og nær því ekki einu sinni að vera tognun," sagði Emil við Kjartan Atla í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þetta eru afar jákvæðar fréttir fyrir íslenska landsliðið en hann hefur verið lykilmaður í liðinu síðustu ár.

Það er þó enn óljóst hvort Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, verði klár í landsleikina en það kemur í ljós á næstu sólarhringum.
Athugasemdir
banner
banner