Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 28. september 2013 16:36
Valur Páll Eiríksson
Freyr Bjarnason: Forréttindi að spila fyrir FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Bjarnason spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í dag. Hann var tekinn útaf á 85. mínútu fékk þá blómvönd og öll stúkan stóð upp og klappaði honum lof í lófa.

"Frábær leið að enda þetta, ég gæti varla hugsað mér það betra, frábært einmitt að halda hreinu og enda þetta með sigri."

Freyr var spurður hvort að það kitlaði ekkert að taka eitt ár í viðbót og taka titilinn af KR.

"Hætta við að hætta? Nei, það ég ætla að kalla þetta gott núna. Vissulega hefði verið gaman að enda þetta með titli en við áttum alveg flott sumar þrátt fyrir að ná ekki titli. Við vorum góðir í Evrópukeppninni en KR-ingar voru bara einu númeri of stórir."

FH-ingar hafa tapað tvisvar gegn Stjörunni í sumar fyrir þennan leik.

"Já við skulduðum sjálfum okkur það að vinna Stjörnumennina, búnir að tapa fyrir þeim tvisvar og við vildum ekki gera það aftur sérstaklega á heimavelli."

Hann var einnig spurður hvað stóð upp úr á sínum langa ferli.

"Frábært þegar við unnum fyrsta titilinn 2004, fyrsti titillinn í sögu FH og það standa upp úr titlarnir allir og félagskapurinn, þetta er búið að vera heiður að spila með þeim og í þessum klúbbi, algjör forréttindi."

"Mér finnst við hæfi að hætta í dag og ég vil ekki spila fyrir annan klúbb en FH, gat ekki hugsað mér það, og vildi enda þetta á góðu nótunum í efstu deild."
Athugasemdir
banner
banner
banner