Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. september 2019 17:44
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn tekur við Breiðabliki
Óskar Hrafn hefur gert frábæra hluti með lið Gróttu en er nú á leið í Kópavoginn til að taka við Breiðabliki.
Óskar Hrafn hefur gert frábæra hluti með lið Gróttu en er nú á leið í Kópavoginn til að taka við Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur náð samkomulagi við Breiðablik um að taka við þjálfun liðsins samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Óskar Hrafn hefur þjálfað Gróttu undanfarin ár og undir hans stjórn náði liðið undraverðum árangri, fór upp úr 2. deild og Inkasso-deildinni á tveimur árum.

Hann hefur nú ákveðið að fylgja liðinu ekki upp í Pepsi Max-deildina heldur söðla um og taka við Breiðabliki.

Það vakti athygli á dögunum að Breiðablik rak Ágúst Þór Gylfason úr starfi þjálfara liðsins en leyfði honum samt að klára tímabilið.

Undir stjórn Ágústs endaði Breiðablik í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar tvö ár í röð auk þess að fara í úrslit og undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Orðrómur þess efnis að Óskar Hrafn myndi taka við Breiðabliki hefur verið í gangi síðan snemma í ágúst. Þegar Fótbolti.net spurði hann út í þetta 16. ágúst svaraði hann:

„Mér finnst þessi umræða bara dónaskapur gagnvart Ágústi Gylfasyni, ég ber mikla virðingu fyrir Gústa og hann er búinn að gera frábæra hluti með Breiðabliksliðið og það að vera orða einhverja menn við starf sem aðrir eru að sinna finnst mér ekki rétt. Ég vona bara að Gústi fái frið, það er fullt fyrir Breiðablik að keppa að þótt að bikarinn sé farinn," sagði Óskar Hrafn 16. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner