mán 28. september 2020 10:15
Innkastið
„Galið að Beitir bjóði upp á þetta"
Beitir og Ólafur Ingi eftir atvikið í gær.
Beitir og Ólafur Ingi eftir atvikið í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir vann dramatískan 2-1 útisigur gegn KR í gær þar sem Sam Hewson skoraði sigurmarkið seint í viðbótartíma. Vítaspyrnan var dæmd á Beiti Ólafsson, markvörð KR, en hann fékk einnig rauða spjaldið fyrir að fara með hendina í andlitið á Ólafi Inga Skúlasyni.

Boltinn var farinn út úr vítateignum þegar atvikið átti sér stað en Beitir var búinn að kasta fram. Ívar Orri Kristjánsson dæmdi vítaspyrnu eftir ábendingu frá Bryngeiri Valdimarssyni aðstoðardómara.

„Eftir að ég sá þetta í endursýningu þá var þetta spot on hjá Bryngeiri og Ívari. Tíu í einkunn," sagði Gunnar Birgisson um atvikið í Innkastinu í gær.

„Ég veit að KR-ingar verði ekki sammála mér og Rúnar var harðorða í viðtali eftir leik. Staðreyndin er sú að Beitir var löngu búinn að kasta boltanum í burtu og þetta er óeðlileg líkamsstaða sem Beitir er þarna í. Þú lyftir ekki allt í einu upp hægri hendinni og byrjar að sveifla henni."

„Boltinn er kominn upp á miðju þegar þetta gerist og það er galið að Beitir bjóði upp á þetta. Hrós á aðstoðardómarann. Hann sér að það er eitthvað í bígerð og bíður og horfir. Það er síðan ekki hans að meta hvort þetta sé fast eða laust olnbogaskot."


Hér að neðan má hlusta á Innkastið en þar var nánar rætt um atvikið. Einnig er hægt að heyra viðtöl við Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, og Ólaf Inga.
Bálreiður Rúnar Kristins: Hann hagar sér eins og hálfviti
Óli Skúla hrósar dómaranum: Rekur bara olnbogann í andlitið á mér
Innkastið - Mörg risastór atvik og rauð spjöld
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner