mán 28. september 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Guðmann opnar á viðræður við önnur félög
Mynd: Hulda Margrét
Guðmann Þórisson, varnarmaður FH, gæti verið á förum frá félaginu eftir tímabilið en hann er opin fyrir því að ræða við önnur félög.

Hinn 33 ára gamli Guðmann hefur átt gott tímabil með FH en hann verður samningslaus að tímabili loknu.

Guðmann hefur ekki fengið nýjan samning hjá FH og hann er nú farinn að huga að því að ræða við önnur félög.

„Mér finnst ég búinn að eiga mitt besta season í langan tíma," sagði Guðmann við Fótbolta.net í dag.

„Kannski er best að segja sem minnst en það hefur ekki gengið vel að fá nýjan samning hjá FH þannig að ég þarf að hugsa um sjálfan mig og fara að skoða hvað önnur lið hafa að bjóða."

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa félög í Pepsi Max-deildinni áhuga á að fá Guðmann í sínar raðir.

Guðmann hefur spilað 139 leiki í efstu deild með Breiðabliki, FH og KA og skorað í þeim átta mörk. Þá lék hann með Nybergsund í Noregi og Mjallby í Svíþjóð á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner