Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. september 2020 21:45
Aksentije Milisic
Keane: Liverpool er eins og vél
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að Liverpool liðið sé eins og vél.

Liverpool vann Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld með þremur mörkum gegn einu.

Keane var hrifinn af spilamennsku Liverpool og segir að liðið hafi átti sigurinn skilið í kvöld.

„Þetta lið er eins og vél. Þeir eru með svo mikil gæði í sóknarleiknum. Þeir eru það lið sem er í besta forminu. Þeir klikkuðu í tvígang í vörninni en heilt yfir góð frammistaða og sanngjarn sigur," sagði Keane á Sky Sports í kvöld.

„Það er hægt að hrósa Arsenal fyrir það að liðið var ennþá í leiknum. En heilt yfir var sigurinn sanngjarn þrátt fyrir að Arsenal átti færi í síðari hálfleiknum. Liverpool var betra liðið."

Klopp tók ekki vel í það þegar Keane sagði að þeir hafi verið slappir varnarlega en Keane svaraði honum og sagði að hann var einungis að tala um eitt til tvö atvik varnarlega en ekki allan leikinn. Þar hrósaði hann liðinu.

Liverpool hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner