Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 28. september 2023 20:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Góð innkoma Samúels dugði ekki til - Sigur hjá Panathinaikos í fjarveru Harðar
Samúel Kári
Samúel Kári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var mikið áfall fyrir Hörð Björgvin Magnússon, Panathinaikos og íslenska landsliðið þegar leikmaðurinn sleit krossband á dögunum. Það er ljóst að hann verður frá næstu mánuðina.


Panathinaikos heimsótti Asteras Tripolis í grísku deildinni í dag.

Panathinaikos komst yfir eftir fimm mínútna leik en heimamenn jöfnuðu metin aðeins tveimur mínútum síðar.

Benjamin Verbic kom Panathinakos aftur í forystu eftir rúmlega hálftíma leik. Andraz Sporar leikmaður Panathinaikos klikkaði á vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en það kom ekki að sök.

Panathinaikos fékk aðra vítaspyrnu undir lok leiksins. Í þetta sinn steig Fotis Ioannidis á punktinn og skoraði. Hann skoraði svo annað mark sitt og fjórða mark Panathinaikos og þar við sat, 4-1 sigur Panathinaikos staðreynd.

Samúel Kári Friðjónsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar í tapi Atromitos gegn AEK. Samúel og fleiri lykilmenn voru hvíldir þar sem liðið á mikilvægan leik á mánudag. Þrátt fyrir það var Atromitos ekki langt frá því að næla í stig. AEK var með 1-0 forystu í hálfleik en markið kom úr vítaspyrnu. Samúel kom vel inn í leikinn og Atromitos fékk vítaspyrnu undir lok venjulegs leiktíma. Atromitos jafnaði metin og fékk Dijbril Sidibe fyrrum leikmaður Everton rautt spjald fyrir brotið.

Þegar fimm mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma fékk AEK víti, þriðja vítaspyrna leiksins, Mijat Gacinovic skoraði og gulltryggði AEK sigur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner