Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. nóvember 2019 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp svarar furðulegri spurningu: Gæti ekki verið meira sama
Þungavigtarbardagi framundan?
Þungavigtarbardagi framundan?
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, var ekki sá hressasti eftir 1-1 jafnteflið gegn Napoli í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær en hann fékk ofan á það ansi furðulega spurningu frá blaðamanni.

Það gekk mikið á í leik Liverpool og Napoli í gær en Fabinho fór meiddur af velli og Dries Mertens kom ítalska liðinu yfir. Virgil van Dijk fékk einnig högg en hélt leik áfram.

Dejan Lovren jafnaði metin en Liverpool er í erfiðri stöðu fyrir lokaleikinn. Liðið þarf að ná í stig úr leiknum gegn RB Salzburg frá Austurríki.

Klopp var spurður eftir leikinn að ef hann og Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, myndu mætast í boxbardaga hvor myndi þá vinna?

„Mér gæti ekki verið meira sama hvor myndi vinna í boxi. Ég er aðeins yngri en Carlo og ef við myndum mætast þá vona ég auðvitað að ég hafi sigur," sagði Klopp.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner