Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. nóvember 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Vardy hatar ræktina - Ánægður með að hafa hætt í landsliðinu
Í góðum gír.
Í góðum gír.
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy, framherji Leicester, segist vera gríðarlega ánægður með þá ákvörðun sína að hætta að spila með enska landsliðinu eftir HM í fyrra.

Vardy hefur verið í stuði á tímabilinu en hann hefur skorað tólf mörk í ensku úrvalsdeildinni og hjálpað Leicester upp í 2. sætið.

„Ég hætti því ég varð að fá hvíld og halda fótleggjunum ferskum. Það hefur klárlega borgað sig. Þetta hefur hjálpað gríðarlega mikið," sagði Vardy.

„Ég fékk sjö vikur í hvíld fyrir nýtt tímabilið og hörkuna á undirbúningstímabilinu, sem er versti hlutinn."

„Ég get glaður sagt að ég hlakka ekki til þess hluta og ég hata líkamsræktina. Það sem ég hef mest gert í ræktinni hjá Leicester er að labba um og segja: 'Vel gert strákar, lyftið þessum lóðum,"
sagði Vardy léttur í bragði.
Athugasemdir
banner
banner
banner