Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. nóvember 2020 15:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Welbeck: Vítið ódýrt
Mynd: Getty Images
Andy Robertson braut á Danny Welbeck í uppbótartíma leiks Liverpool og Brighton. Það var mat dómara leiksins eftir að hann skoðaði atvikið í VAR-skjánum, upprunalega var ekkert dæmt.

Pascal Gross skoraði úr vítinu og tryggði Brighton jafntefli. Danny Welbeck var til viðtals við BT Sport eftir leikinn.

„Þetta var einn af þessum leikjum þar sem þú þarft að halda áfram allt til loka. Við vissum að við gætum búið til tækifæri og nýtt okkur veikleika í þeirra varnarlínu. Við fengum ódýrt víti en við tökum því. Við fengum stigið," sagði Welbeck.

„Ég komst í boltann og ýtti honum framhjá honum. Hann sparkaði í mig og fór svo í boltann... Dómarinn fór og skoðaði og tók ákvörðun."

„Liverpool hefði getað bætt við forystuna en VAR dæmdi af. Það fær enginn að njóta vafans lengur í fótbolta eins og hann er í dag."

Athugasemdir
banner