mán 28. nóvember 2022 09:27
Elvar Geir Magnússon
Hann getur orðið Messi framtíðarinnar
Jamal Musiala í leiknum í gær.
Jamal Musiala í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Þýska landsliðið hefur ekki staðist væntingar á HM hingað til en þeirra bjartasti punktur hefur verið Jamal Musiala, nítján ára gamall leikmaður Bayern München.

Ungstirnið lék fyrir yngri landslið Englands en ákvað að spila fyrir landið þar sem hann fæddist.

„Hann getur orðið Messi framtíðarinnar, hann er stórkostlegur. Ég elska að horfa á hann spila fótbolta, dái leikstíl hans og persónuleika," segir Lothar Matthaus, fyrrum fyrirliði þýska landsliðsins.

„Hann er nítján ára gamall og gerir allt sem gerir menn að toppfótboltamönnum. Hann er með frábærar sendingar, tekur snjallar ákvarðanir og leikgleðin skín af honum."

Musiala var með 84% nákvæmni í sendingum í 1-1 jafnteflinu gegn Spáni í gær, skilaði 100% af fyrirgjöfum sínum, vann sjö einvígi, átti þrjár lykilsendingar og stoðsendinguna í jöfnunarmarki Niclas Fullkrug.

Þýskaland þarf að vinna Kosta Ríka í lokaumferð riðlakeppninnar á fimmtudag og treysta á að Spánn vinni Japan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner