Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 28. nóvember 2022 10:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kramaric þakkaði þjálfara Kanada fyrir hvatninguna
Andrej Kramaric.
Andrej Kramaric.
Mynd: Getty Images
Króatía fór með sigur af hólmi gegn Kanada í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í gær.

Alphonso Davies kom Kanada yfir en Króatar svöruðu vel og unnu að lokum 4-1. Andrej Kramaric skoraði tvö fyrir Króatíu og var valinn maður leiksins.

Eftir leik þakkaði Kramaric þjálfara Kanada, John Herdman, fyrir hvatninguna. Eftir leik á móti Belgíu vildi Herdman hrósa liðinu fyrir góðan leik. Ræðan hans var öflug en hann var kannski einum of æstur þar sem hann sagðist ætla að 'ríða' Króötum.

„Ég vil þakka þjálfara Kanada fyrir hvatninguna. Við Króatar sýndum hver reið hverjum," sagði Kramaric ánægður í leikslok.

Kanada er dottið úr riðlinum á HM en mætir toppliði Marokkó í lokaumferð riðlakeppninnar á meðan Króatía spilar úrslitaleik við Belgíu um hvort liðið fer áfram ásamt Marokkó - nema að Kanadamenn geri Evrópuþjóðunum greiða með að leggja Marokkó að velli. Þannig gætu bæði Belgar og Króatar komist áfram með sigri Belga í innbyrðisviðureigninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner