Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   þri 28. nóvember 2023 23:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cancelo klár í slaginn gegn Atletico: Þetta er frábært lið
Mynd: EPA

Barcelona er komið áfram í 16 liða úrsit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan Lionel Messi yfirgaf félagið árið 2021. Liðið tryggði sér farseðilinn með 2-1 sigri á Porto í kvöld.


Porto komst yfir eftir hálftíma leik en Joao Cancelo jafnaði metin stuttu síðar og lagði upp sigurmarkið á Joao Felix eftir tæplega klukkutíma leik.

Cancelo þurfti hins vegar að fara af velli þegar skammt var til leiksloka þar sem hann fann fyrri eymslum en hann staðfesti að meiðslin væru ekki alvarleg.

„Ég fann fyrir smá verkjum en ég ætti að vera góður fyrir leikinn gegn Atletico. Við erum með frábæran hóp. Þetta er frábært lið, frábærir einstaklingar líka," sagði Cancelo.

Barcelona er í smá vandræðum í spænsku deildinni eftir jafntefli gegn Rayo Vallecano um helgina en liðið er í 4. sæti, fjórum stigum frá toppliðunum Girona og Real Madrid en liðið mætir Atletico um helgina sem er með jafn mörg stig og Barcelona í 3. sæti og á leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner
banner