Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 29. janúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Toppbaráttuslagur í Madríd
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Atletico Madrid mætir til leiks í spænska boltanum í dag á útivelli gegn spennandi liði Osasuna sem er óvænt í baráttu um Evrópusæti.


Aðeins þrjú stig skilja liðin að á stöðutöflunni þar sem Atletico vermir fjórða sætið sem er jafnframt það síðasta til að veita þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Atletico er með mörg lið á hælunum og þarf því nauðsynlega sigur á erfiðum útivelli í dag.

Leikurinn hefst eftir leikslok í viðureign Real Valladolid og Valencia en Celta Vigo og Athletic Bilbao eigast svo við í spennandi leik.

Real Madrid á svo lokaleik dagsins sem er af dýrari gerðinni. Þar kíkir Real Sociedad í heimsókn.

Real Madrid þarf sigur í titilbaráttunni þar sem liðið er sex stigum eftir toppliði Barcelona, en með leik til góða.

Real Sociedad er í þriðja sæti, aðeins þremur stigum eftir Madrid. Það er því toppbaráttuslagur í Madríd.

Leikir dagsins:
13:00 Real Valladolid - Valencia 
15:15 Osasuna - Atletico Madrid
17:30 Celta Vigo - Athletic Bilbao
20:00 Real Madrid - Real Sociedad


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner
banner