Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. febrúar 2024 18:02
Brynjar Ingi Erluson
Getur ekki stöðvað Osimhen ef hann vill fara annað - „Það er klásúla í samningi hans“
Victor Osimhen
Victor Osimhen
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli
Mynd: Getty Images
Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli á Ítalíu, viðurkennir að Victor Osimhen gæti farið frá félaginu í sumar.

Nígeríski framherjinn verður einn eftirsóttasti bitinn á markaðnum í sumar.

Á þessum fjórum tímabilum sem hann hefur spilað fyrir Napoli hefur hann gert 72 mörk í 122 leikjum.

Paris Saint-Germain er félag sem horfir til Osimhen, en félagið vill fá hann í stað Kylian Mbappe sem mun semja við Real Madrid í sumar.

„Victor er annar góður leikmaður sem Napoli á. Við vorum með Cavani, Higuain, Lavezzi og Mertens. Við höfum átt marga leikmenn sem voru frábærir. Osimhen er frábær leikmaður, en Napoli er líklega stórkostlegur staður. Það eru ákveðnir leikmenn sem féllu fyrir Napoli og ákváðu að vera áfram, eins og Marek Hamsik sem var hér í 11 ár og þá voru aðrir í átta ár,“ sagði De Laurentiis á ráðstefnu Financial Times í Lundúnum.

„Það eru aðrir sem eru eftirsóttir af Real Madrid, PSG, Arsenal, Manchester City og Chelsea. Það er ekki hægt að stöðva þá, sérstaklega þar sem það þarf bara fyrirfram ákveðna upphæð til að kaupa þá.“

„Hann er með klásúlu en það er há summa,“
sagði forsetinn, sem var síðan spurður hvort Osimhen yrði áfram á næstu leiktíð, en hann gat ekki svarað því.

Klásúluverðið er um 130 milljónir punda og aðeins fá félög sem eru reiðubúin að virkja hana.

„Hver veit hvaða leikmenn yfirgefa félagið? Það kemur í ljós. Peningar eru síðasta vandamál Napoli. Við höfum alltaf gert góð kaup og við munum halda áfram að gera það í framtíðinni. Þetta er tilfinningalegt vandamál. Þessir leikmenn eru eins og synir mínir, en maður er auðvitað líka ánægður ef sonurinn nær frábærum árangri annars staðar,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner