Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. maí 2020 15:52
Magnús Már Einarsson
Vilja byrja með bikarkeppni neðri deilda
Haukar og Njarðvík eru á meðal félaga sem vilja bikarkeppni neðri deilda.
Haukar og Njarðvík eru á meðal félaga sem vilja bikarkeppni neðri deilda.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þrettán félög í 2, 3 og 4.deild karla hafa lagt fram ósk til KSÍ um að stofna bikarkeppni neðri deilda.

Umræða hefur verið undanfarnar vikur um að stofna eigi bikarkeppni neðri deilda á Íslandi, svipað og þekkist á Englandi.

Þessi þrettán félög hafa óskað eftir að KSÍ leggi fram tillögu þess efnis á ársþingi sambandsins á næsta ári. Stjórn KSÍ samþykkti að vísa málinu til mótanefndar til umfjöllunar.

Úr fundarferð stjórnar KSÍ:
Lagt var fram bréf frá þrettán aðildarfélögum KSÍ (Dalvík/Reynir, Fjarðabyggð, Haukar, Njarðvík, Víðir, Völsungur, Þróttur V., Einherji, Reynir S., Sindri, Álftanes, Snæfell og Hamar) þar sem þau koma á framfæri þakklæti til stjórnar KSÍ og starfsmanna fyrir góð og skilvirk samskipti við erfiðar aðstæður.

Þá hvetja félögin til þess að stofnað verði til bikarkeppni neðri deilda með tillögu frá KSÍ sem lögð verði fyrir á næsta ársþingi. Stjórn KSÍ þakkar hlýjar kveðjur og tekur undir hversu vel starfsfólk sambandsins hefur staðið sig við krefjandi aðstæður. Stjórn KSÍ samþykkti að vísa málinu til mótanefndar til umfjöllunar.

Sjá einnig:
Bikarkeppni neðri deilda með úrslitaleik á Laugardalsvelli
„Hver myndi ekki vilja sjá Völsung - Víði á Laugardalsvelli?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner