Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
banner
   mán 29. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Allardyce lýsti frammistöðu Leeds sem faglegu sjálfsmorði
Mynd: Getty Images
Mynd:
Sam Allardyce, stjóri Leeds United, er óviss hvort hann verði áfram hjá félaginu eftir að það féll niður í ensku B-deildina en hann lýsti frammistöðu liðsins sem faglegu sjálfsmorði eftir 4-1 tapið í gær.

Allardyce var ráðinn undir lok tímabils og fékk hann aðeins eitt verkefni og það var að halda liðinu uppi.

Það tókst ekki. Liðið náði aðeins í eitt stig í þeim fjórum leikjum sem hann stýrði og fall því staðreynd.

„Þetta var faglegt sjálfsmorð og enn og aftur klúðruðum við hlutunum. Við gáfum þeim mörk með svakalegum með óþvinguðum mistökum. Það segir eiginlega alla söguna um Leeds á þessu tímabili. Ég vildi að við myndum mæta í þetta með eitthvað stolt en ég sá það ekki því miður,“ sagði Allardyce.

„Ég hef ekki einu sinni afrekað það að ná í eitt stig og það gerir mig mjög svo vonsvikinn með sjálfan mig. Ég hafði vonast etir því að ná aðeins meira úr þeim, þannig ég tek fulla ábyrgð á því og það síðasta sem ég vildi var að vera maðurinn sem fór með Leeds niður.“

„Ég vil biðja stuðningsmenn afsökunar að ég gerði ekki betur og að leikmennirnir hafi ekki gert betur. Það er rosalega sorglegt að félagið hafi fallið eftir að lagt svo mikla vinnu í að komast aftur í úrvalsdeildina eftir langan tíma í burtu.“


Aðspurður hvort hann væri til í að halda áfram með Leeds á næsta tímabili sagðist Allardyce ekki vilja skuldbinda sig. Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, er að íhuga það að selja hlut sinn til Enterprise 49ers, en það á nú þegar 44 prósent hlut í félaginu.

„Ég ætla ekki að skuldbinda mig og segja að ég verði áfram, alla vega ekki strax. Ég get bara komist að niðurstöðu ef félagið vill enn hafa mig þarna og þegar ég veit framtíðarhorfur félagsins,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner