Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 29. maí 2023 22:27
Sverrir Örn Einarsson
Gunnlaugur Fannar: Völlurinn býður ekki upp á fallegan fótbolta
Gunnlaugur var öflugur í vörn Keflavíkur í kvöld.
Gunnlaugur var öflugur í vörn Keflavíkur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson átti góðan leik í vörn Keflavíkur þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Breiðablik í Keflavík fyrr í kvöld. Aðstæður á vellinum voru nokkuð erfiðar, bæði var völlurinn sjálfur ekki upp á sitt besta en einnig gerði sterkur vindur og rigning leikmönnum erfitt fyrir. Hvernig var að spila leikinn?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

„Eins og þú sást þá býður völlurinn ekki upp á að spila fallegan fótbolta. Þannig að við settum upp skipulag að liggja aftarlega og reyna bara að sækja hratt á þá þegar færi gafst.“

Vörn Keflavíkur var þétt í leiknum og gaf fá færi á sér heilt yfir. Þó fékk Klæmint Olsen sannkallað dauðafæri þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Tók hjartað hjá Gunnlaugi aukaslag þegar Klæmint fékk færið?

„Já, ég er ennþá að reyna að átta mig á hvernig hann náði að klúðra þessu en Guði sé lof að hann gerði. Hann hélt okkur inn í þessum leik “

Eftir dapurt gengi leikina á undan hefur Keflavík nú haldið marki sínu hreinu tvo leiki í röð og virðist liðið vera að ná takti varnarlega í það minnsta.

„Já, við byrjuðum að liggja örlítið aftar og leyfa liðum að koma á okkur og beita skyndisóknum. Við vorum svolítð að reyna að fara hátt á völlinn og það virkaði ekki. Í síðustu tveimur leikjum erum við búnir að vera berjast fyrir hvorn annan.“

Sagði Gunnlaugur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner