Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   mán 29. maí 2023 22:27
Sverrir Örn Einarsson
Gunnlaugur Fannar: Völlurinn býður ekki upp á fallegan fótbolta
watermark Gunnlaugur var öflugur í vörn Keflavíkur í kvöld.
Gunnlaugur var öflugur í vörn Keflavíkur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson átti góðan leik í vörn Keflavíkur þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Breiðablik í Keflavík fyrr í kvöld. Aðstæður á vellinum voru nokkuð erfiðar, bæði var völlurinn sjálfur ekki upp á sitt besta en einnig gerði sterkur vindur og rigning leikmönnum erfitt fyrir. Hvernig var að spila leikinn?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

„Eins og þú sást þá býður völlurinn ekki upp á að spila fallegan fótbolta. Þannig að við settum upp skipulag að liggja aftarlega og reyna bara að sækja hratt á þá þegar færi gafst.“

Vörn Keflavíkur var þétt í leiknum og gaf fá færi á sér heilt yfir. Þó fékk Klæmint Olsen sannkallað dauðafæri þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Tók hjartað hjá Gunnlaugi aukaslag þegar Klæmint fékk færið?

„Já, ég er ennþá að reyna að átta mig á hvernig hann náði að klúðra þessu en Guði sé lof að hann gerði. Hann hélt okkur inn í þessum leik “

Eftir dapurt gengi leikina á undan hefur Keflavík nú haldið marki sínu hreinu tvo leiki í röð og virðist liðið vera að ná takti varnarlega í það minnsta.

„Já, við byrjuðum að liggja örlítið aftar og leyfa liðum að koma á okkur og beita skyndisóknum. Við vorum svolítð að reyna að fara hátt á völlinn og það virkaði ekki. Í síðustu tveimur leikjum erum við búnir að vera berjast fyrir hvorn annan.“

Sagði Gunnlaugur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner