Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 29. maí 2023 22:27
Sverrir Örn Einarsson
Gunnlaugur Fannar: Völlurinn býður ekki upp á fallegan fótbolta
Gunnlaugur var öflugur í vörn Keflavíkur í kvöld.
Gunnlaugur var öflugur í vörn Keflavíkur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson átti góðan leik í vörn Keflavíkur þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Breiðablik í Keflavík fyrr í kvöld. Aðstæður á vellinum voru nokkuð erfiðar, bæði var völlurinn sjálfur ekki upp á sitt besta en einnig gerði sterkur vindur og rigning leikmönnum erfitt fyrir. Hvernig var að spila leikinn?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

„Eins og þú sást þá býður völlurinn ekki upp á að spila fallegan fótbolta. Þannig að við settum upp skipulag að liggja aftarlega og reyna bara að sækja hratt á þá þegar færi gafst.“

Vörn Keflavíkur var þétt í leiknum og gaf fá færi á sér heilt yfir. Þó fékk Klæmint Olsen sannkallað dauðafæri þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Tók hjartað hjá Gunnlaugi aukaslag þegar Klæmint fékk færið?

„Já, ég er ennþá að reyna að átta mig á hvernig hann náði að klúðra þessu en Guði sé lof að hann gerði. Hann hélt okkur inn í þessum leik “

Eftir dapurt gengi leikina á undan hefur Keflavík nú haldið marki sínu hreinu tvo leiki í röð og virðist liðið vera að ná takti varnarlega í það minnsta.

„Já, við byrjuðum að liggja örlítið aftar og leyfa liðum að koma á okkur og beita skyndisóknum. Við vorum svolítð að reyna að fara hátt á völlinn og það virkaði ekki. Í síðustu tveimur leikjum erum við búnir að vera berjast fyrir hvorn annan.“

Sagði Gunnlaugur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner