Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   mán 29. maí 2023 22:27
Sverrir Örn Einarsson
Gunnlaugur Fannar: Völlurinn býður ekki upp á fallegan fótbolta
Gunnlaugur var öflugur í vörn Keflavíkur í kvöld.
Gunnlaugur var öflugur í vörn Keflavíkur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson átti góðan leik í vörn Keflavíkur þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Breiðablik í Keflavík fyrr í kvöld. Aðstæður á vellinum voru nokkuð erfiðar, bæði var völlurinn sjálfur ekki upp á sitt besta en einnig gerði sterkur vindur og rigning leikmönnum erfitt fyrir. Hvernig var að spila leikinn?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

„Eins og þú sást þá býður völlurinn ekki upp á að spila fallegan fótbolta. Þannig að við settum upp skipulag að liggja aftarlega og reyna bara að sækja hratt á þá þegar færi gafst.“

Vörn Keflavíkur var þétt í leiknum og gaf fá færi á sér heilt yfir. Þó fékk Klæmint Olsen sannkallað dauðafæri þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Tók hjartað hjá Gunnlaugi aukaslag þegar Klæmint fékk færið?

„Já, ég er ennþá að reyna að átta mig á hvernig hann náði að klúðra þessu en Guði sé lof að hann gerði. Hann hélt okkur inn í þessum leik “

Eftir dapurt gengi leikina á undan hefur Keflavík nú haldið marki sínu hreinu tvo leiki í röð og virðist liðið vera að ná takti varnarlega í það minnsta.

„Já, við byrjuðum að liggja örlítið aftar og leyfa liðum að koma á okkur og beita skyndisóknum. Við vorum svolítð að reyna að fara hátt á völlinn og það virkaði ekki. Í síðustu tveimur leikjum erum við búnir að vera berjast fyrir hvorn annan.“

Sagði Gunnlaugur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner