Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
   mán 29. maí 2023 18:51
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Gagnrýnin hefur kannski átt rétt á sér
Tiago og Fred í uppáhaldi
watermark Hallgrímur Mar var kampakátur í leikslok.
Hallgrímur Mar var kampakátur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hún er bara mjög ljúf. Að skora fjögur mörk, ekki oft sem að við erum búnir að gera það - eða bara skora mörk yfir höfuð. Þannig að það var bara ljúft að skora fjögur mörk og vinna leikinn sérstaklega,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson þegar hann var spurður út í tilfinninguna sem að fylgdi 4-2 sigri á Fram í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Var ekki notalegt að geta aðeins svarað neikvæðu umtali eftir dræmt gengi í undanförnum leikjum?

„Jú. Þessi gagnrýni hefur kannski alveg átt rétt á sér. Við höfum ekki verið að spila nógu vel, eða allavega ekki náð í úrslitin sem við ætluðum okkur fyrir mót. En bara geggjað að fá sigur og vonandi komum við okkur á rétta braut.''

Leikurinn var býsna opinn, enda sex mörk skoruð og var kannski full opinn, að mati Hallgríms.

„Mér fannst við full opnir! Það er kannski af því að við vorum meira að hugsa eitthvað fram á við og að reyna að skapa eitthvað meira. En þeir eru náttúrulega líka bara með geggjað lið. Tveir uppáhalds leikmennirnir mínir í deildinni - Tiago og Fred, þannig að auðvitað ná þeir alltaf að skapa eitthvað. Þeir eru búnir að skapa á móti öllum liðum, en þetta var smá fram og til baka og maður var orðinn smá þreyttur í lokin,'' sagði Hallgrímur Mar.

Hallgrímur segir að liðið sé engan veginn á þeim buxunum að ætla að hengja haus yfir vondu gengi gegn bestu liðum deildarinnar og að nóg sé eftir af mótinu. Aðspurður hvort að það eigi bara að grípa í "einn leikur í einu" klisjuna, þá var svarið einfalt: „Já, næsti leikur. Sigur bara.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner