Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 29. maí 2023 18:51
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Gagnrýnin hefur kannski átt rétt á sér
Tiago og Fred í uppáhaldi
Hallgrímur Mar var kampakátur í leikslok.
Hallgrímur Mar var kampakátur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hún er bara mjög ljúf. Að skora fjögur mörk, ekki oft sem að við erum búnir að gera það - eða bara skora mörk yfir höfuð. Þannig að það var bara ljúft að skora fjögur mörk og vinna leikinn sérstaklega,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson þegar hann var spurður út í tilfinninguna sem að fylgdi 4-2 sigri á Fram í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Var ekki notalegt að geta aðeins svarað neikvæðu umtali eftir dræmt gengi í undanförnum leikjum?

„Jú. Þessi gagnrýni hefur kannski alveg átt rétt á sér. Við höfum ekki verið að spila nógu vel, eða allavega ekki náð í úrslitin sem við ætluðum okkur fyrir mót. En bara geggjað að fá sigur og vonandi komum við okkur á rétta braut.''

Leikurinn var býsna opinn, enda sex mörk skoruð og var kannski full opinn, að mati Hallgríms.

„Mér fannst við full opnir! Það er kannski af því að við vorum meira að hugsa eitthvað fram á við og að reyna að skapa eitthvað meira. En þeir eru náttúrulega líka bara með geggjað lið. Tveir uppáhalds leikmennirnir mínir í deildinni - Tiago og Fred, þannig að auðvitað ná þeir alltaf að skapa eitthvað. Þeir eru búnir að skapa á móti öllum liðum, en þetta var smá fram og til baka og maður var orðinn smá þreyttur í lokin,'' sagði Hallgrímur Mar.

Hallgrímur segir að liðið sé engan veginn á þeim buxunum að ætla að hengja haus yfir vondu gengi gegn bestu liðum deildarinnar og að nóg sé eftir af mótinu. Aðspurður hvort að það eigi bara að grípa í "einn leikur í einu" klisjuna, þá var svarið einfalt: „Já, næsti leikur. Sigur bara.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner