Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   mán 29. maí 2023 18:51
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Gagnrýnin hefur kannski átt rétt á sér
Tiago og Fred í uppáhaldi
Hallgrímur Mar var kampakátur í leikslok.
Hallgrímur Mar var kampakátur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hún er bara mjög ljúf. Að skora fjögur mörk, ekki oft sem að við erum búnir að gera það - eða bara skora mörk yfir höfuð. Þannig að það var bara ljúft að skora fjögur mörk og vinna leikinn sérstaklega,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson þegar hann var spurður út í tilfinninguna sem að fylgdi 4-2 sigri á Fram í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Var ekki notalegt að geta aðeins svarað neikvæðu umtali eftir dræmt gengi í undanförnum leikjum?

„Jú. Þessi gagnrýni hefur kannski alveg átt rétt á sér. Við höfum ekki verið að spila nógu vel, eða allavega ekki náð í úrslitin sem við ætluðum okkur fyrir mót. En bara geggjað að fá sigur og vonandi komum við okkur á rétta braut.''

Leikurinn var býsna opinn, enda sex mörk skoruð og var kannski full opinn, að mati Hallgríms.

„Mér fannst við full opnir! Það er kannski af því að við vorum meira að hugsa eitthvað fram á við og að reyna að skapa eitthvað meira. En þeir eru náttúrulega líka bara með geggjað lið. Tveir uppáhalds leikmennirnir mínir í deildinni - Tiago og Fred, þannig að auðvitað ná þeir alltaf að skapa eitthvað. Þeir eru búnir að skapa á móti öllum liðum, en þetta var smá fram og til baka og maður var orðinn smá þreyttur í lokin,'' sagði Hallgrímur Mar.

Hallgrímur segir að liðið sé engan veginn á þeim buxunum að ætla að hengja haus yfir vondu gengi gegn bestu liðum deildarinnar og að nóg sé eftir af mótinu. Aðspurður hvort að það eigi bara að grípa í "einn leikur í einu" klisjuna, þá var svarið einfalt: „Já, næsti leikur. Sigur bara.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner