Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mán 29. maí 2023 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel búinn að ræða við Rice - Efstur á blaði hjá Bayern
Declan Rice
Declan Rice
Mynd: EPA
Bayern München virðist líklegasti áfangastaður enska landsliðsmannsins Declan Rice en þetta segir Sky Sports í dag.

Rice er einn heitasti bitinn á markaðnum í sumar en Arsenal, Chelsea og Manchester United eru öll í baráttunni um hann.

Bayern München er nú búið að skrá sig í baráttuna um hann og hefur Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, rætt við Rice um að koma til félagsins.

Englendingurinn er efstur á blaði hjá Bayern í sumar en liðið er í leit að styrkingu á miðsvæðinu.

Sky Sports greindi frá því í síðasta mánuði að Arsenal væri að undirbúa tilboð í Rice en síðan þá hefur Bayern haft hraðar hendur og mun vera með í baráttunni.

West Ham er talið vilja í kringum 120 milljónir punda fyrir Rice og viðurkenni David Moyes, stjóri félagsins, að hann gæti farið í glugganum.
Enski boltinn - Verðlaun veitt eftir að veislan kláraðist
Athugasemdir
banner
banner