Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
   fim 29. maí 2025 22:58
Kári Snorrason
Alex Þór: „Steven Caulker? - Þetta hefur skautað framhjá manni"
Alex Þór var frábær í kvöld
Alex Þór var frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan vann KR 4-2 fyrr í kvöld í áhugaverðri viðureign. Stjarnan komst í 3-0 stöðu eftir aðeins ellefu mínútna leik, þar sem Alex Þór Hauksson allt í öllu, hann skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö. Alex mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 KR

„Við vorum staðráðnir í að gera vel, við vorum tilbúnir. Þó svo að ég hafi skorað eitt mark og lagt upp tvö þá var hlaupið hjá Benó á fjær frábært og Emil hrikalega klókur í sínu marki."

„Við ætluðum að gera betur eftir þennan Vestra leik. Okkur fannst við eiga fullt inni og við erum hrikalega ánægðir að hafa gert það í dag."

Steven Caulker fyrrum leikmaður Tottenham er í viðræðum við Stjörnuna.

„Steven Caulker? Ég hef ekki alveg fylgst með umræðunni, þannig ég veit ekki hvernig ég á að tjá mig um þetta," segir Alex og hlær.

„Við vorum í fullum fókus á leikinn, þetta hefur skautað framhjá manni."
„Hann fékk allaveganna skemmtilegan leik. Ef það er eitthvað til í þessu hjá þér þá bíð ég spenntur."



Athugasemdir