Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
   fim 29. maí 2025 19:48
Haraldur Örn Haraldsson
Bjarni Aðalsteins: Ég hef aldrei spilað svona leik áður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bjarni Aðalsteinsson leikmaður KA var ánægður með úrslit dagsins eftir sigur gegn Fram 2-1.


„Mér fannst við töluvert betri aðilinn í leiknum, samt var þetta smá fram og til baka á köflum. Bara virkilega sætt að ná að klára þetta í lokin. Vonandi er þetta það sem koma skal hjá okkur, það er búið að ganga smá brösulega hjá okkur en við erum á réttri leið."

KA liðið vann sig töluvert inn í leikinn, byrjuðu ekki sem betri aðilinn, lentu undir en komu sterkir til baka.

„Þessi fyrri hálfleikur er náttúrulega ótrúlega skrýtinn. Það er bara stopp hvað eftir annað og mjög erfitt að koma sér inn í leikinn. Eftir að við jöfnum leikinn þá fannst mér við hafa öll tök á leiknum og stýra tempóinu. Í endan var þetta orðið smá svona fram og til baka, en geggjað að ná að koma boltanum inn."

Eins og Bjarni greinir frá var mikið um stopp í leiknum sem gerði það mjög erfitt að komast í eitthvað flæði.

„Þú vilt komast inn í leikinn í byrjun en það var alltaf stopp sem var mjög skrýtið. Þegar það kemur smá tempó í leikinn þá kemst maður inn í þetta. Þetta var ótrúlega skrýtinn fyrri hálfleikur, ég hef bara aldrei spilað svona leik áður."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner