Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   fim 29. maí 2025 19:48
Haraldur Örn Haraldsson
Bjarni Aðalsteins: Ég hef aldrei spilað svona leik áður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bjarni Aðalsteinsson leikmaður KA var ánægður með úrslit dagsins eftir sigur gegn Fram 2-1.


„Mér fannst við töluvert betri aðilinn í leiknum, samt var þetta smá fram og til baka á köflum. Bara virkilega sætt að ná að klára þetta í lokin. Vonandi er þetta það sem koma skal hjá okkur, það er búið að ganga smá brösulega hjá okkur en við erum á réttri leið."

KA liðið vann sig töluvert inn í leikinn, byrjuðu ekki sem betri aðilinn, lentu undir en komu sterkir til baka.

„Þessi fyrri hálfleikur er náttúrulega ótrúlega skrýtinn. Það er bara stopp hvað eftir annað og mjög erfitt að koma sér inn í leikinn. Eftir að við jöfnum leikinn þá fannst mér við hafa öll tök á leiknum og stýra tempóinu. Í endan var þetta orðið smá svona fram og til baka, en geggjað að ná að koma boltanum inn."

Eins og Bjarni greinir frá var mikið um stopp í leiknum sem gerði það mjög erfitt að komast í eitthvað flæði.

„Þú vilt komast inn í leikinn í byrjun en það var alltaf stopp sem var mjög skrýtið. Þegar það kemur smá tempó í leikinn þá kemst maður inn í þetta. Þetta var ótrúlega skrýtinn fyrri hálfleikur, ég hef bara aldrei spilað svona leik áður."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner