Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fim 29. maí 2025 19:48
Haraldur Örn Haraldsson
Bjarni Aðalsteins: Ég hef aldrei spilað svona leik áður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bjarni Aðalsteinsson leikmaður KA var ánægður með úrslit dagsins eftir sigur gegn Fram 2-1.


„Mér fannst við töluvert betri aðilinn í leiknum, samt var þetta smá fram og til baka á köflum. Bara virkilega sætt að ná að klára þetta í lokin. Vonandi er þetta það sem koma skal hjá okkur, það er búið að ganga smá brösulega hjá okkur en við erum á réttri leið."

KA liðið vann sig töluvert inn í leikinn, byrjuðu ekki sem betri aðilinn, lentu undir en komu sterkir til baka.

„Þessi fyrri hálfleikur er náttúrulega ótrúlega skrýtinn. Það er bara stopp hvað eftir annað og mjög erfitt að koma sér inn í leikinn. Eftir að við jöfnum leikinn þá fannst mér við hafa öll tök á leiknum og stýra tempóinu. Í endan var þetta orðið smá svona fram og til baka, en geggjað að ná að koma boltanum inn."

Eins og Bjarni greinir frá var mikið um stopp í leiknum sem gerði það mjög erfitt að komast í eitthvað flæði.

„Þú vilt komast inn í leikinn í byrjun en það var alltaf stopp sem var mjög skrýtið. Þegar það kemur smá tempó í leikinn þá kemst maður inn í þetta. Þetta var ótrúlega skrýtinn fyrri hálfleikur, ég hef bara aldrei spilað svona leik áður."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner