Halldór Orri Björnsson, leikmaður FH í Pepsi-deild karla, var ánægður með 1-0 sigur liðsins á Fylki í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH í leiðinni.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 1 FH
Halldór hafði ekki skorað fyrir FH í mótsleik frá því hann kom til félagsins frá Stjörnunni en markið sem hann gerði var ansi mikilvægt í kvöld. Hann skoraði það undir blálokin og tryggði FH í undanúrslit.
„Klárlega. Þetta var hörkuleikur og virkilega sætt að ná marki í lokin og sleppa við framlengingu og komast áfram," sagði Halldór.
„Þetta var kaflaskipt. Við byrjuðum vel en duttum niður. Það var smá kafli í seinni hálfleik sem við duttum niður en vorum annars fínir fannst mér."
„Ég held að við vorum aðallega að skipta mönnum milli kanta, úr holunni og á kantinn. Það var aðallega pælingin að hressa upp á sóknarleikinn."
Þetta var fyrsta mark Halldórs fyrir FH.
„Ég valdi rétta tíminn fyrir að ná í fyrsta markið. Virkilega sætt að sjá hann inni og tryggja okkur áfram."
„Það hefði verið hrikalega svekkjandi að detta út í átta liða úrslitum og bikarinn er eitthvað sem við ætlum að klára. Það er langt síðan við vorum bikarmeistarar," sagði hann ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
























