Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 29. júní 2020 09:37
Magnús Már Einarsson
Arthur til Juventus (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Arthur, miðjumaður Barcelona, hefur skrifað undir fimm ára samning hjá ítölsku meisturunum í Juventus.

Arthur fór til Ítalíu um helgina í læknisskoðun og ganga frá samningum.

Hann mun hins vegar klára tímabilið með Barcelona og meðal annars spila með liðinu í Meistaradeildinni í ágúst.

Andvirði félagaskiptanna er í kringum 72 milljónir punda en hluti af þvi felst í að Miralem Pjanic fer til Barcelona í skiptum.

Arthur hafði áður lýst því yfir að hann vildi vera áfram hjá Barcelona og berjast fyrir sæti sínu í liðinu en á endanum ákvað hann að semja við Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner