Þór/KA fékk Fylki í heimsókn í botnbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna í dag.
Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 0 Fylkir
Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis var til viðtals hjá fótbolta.net eftir leikinn. Hvernig er tilfinningin?
„Fúll með að ná ekki að gera betur og taka þessi þrjú stig. Leikurinn var, eflaust má segja, bragðdaufur, boltinn mikið í loftinu og útaf. Bæði lið voru ekki að ná valdi á boltann og við hefðum geta gert mikið betur í ýmsum stöðum en gerðum það ekki í dag."
Hvað hefðu þið þurft að gera til að ná inn markinu?
„Ég vil meina kannski smá meiri ró á boltanum, vorum stundum full æstar að eiga einhverja úrslitasendingu. Þetta var kaflaskipt, þeir sem höfðu vindinn í bakið áttu leikinn í dag, það er hægt að finna eitthvað að einhverju."
„Liðin höfðu þá getu í dag að þetta var bragðdauft. Við gáfum þeim mikið af hornum í restina og þær hefðu geta lætt inn einu en við stóðum þá vakt vel en sóknarlega var þetta mjög bragðdauft hjá okkur."
Athugasemdir























